09.01.2009 09:03
Nýtt ár :)
Hæ Hæ og Gleðilegt nýtt ár :)

Jæja þá er heimilisfaðirinn farinn til Noregs og við Alexander tvö eftir heima. Það er svo tómlegt án hans þar sem hann er mikill gleðigjafi sem hressir okkur bæði alltaf við. Þessi ferð verður ekki eins löng og sú síðasta. Síðast var hann úti í tæplega 5 vikur en núna verður hann ekki nema 3 vikur. Planið er svo að hann fari alltaf út í 3 vikur í einu og kemur svo heim til okkar í 1 viku

Við höfðum það alveg rosalega gott um jólin. Vorum hjá ömmu og afa í árbænum á aðfangadag og það var alveg yndislegt. Áttum svo róleg og góð áramót með ömmu og afa í mosó sem var líka alveg frábært.
Nú er komið nýtt ár og ég er ein af þessum bjartsýnu. Held að byrjun ársins verði kannski svoldið erfið en svo fer þetta allt að lagast og það birtir til hjá okkur að öllu leiti
Við fórum í bíó á mánudaginn og sáum Yes man sem ég mæli sko með. Boðskapurinn er mjög góður í þessari mynd og á rosalega vel við núna. Jákvæð hugsun og jákvæðni smitar frá sér, ég trúi því allavega. Ef maður er jákvæður og reynir að gera gott úr hlutunum smitar það frá sér og maður uppsker eitthvað jákvætt og gott til baka


Ég fór með Alexander í klippingu á miðvikudaginn. Ákvað að prufa að fara á Stubbalubba sem er hárgreiðslustofa fyrir börn. Mikið var ég ánægð með þessa ákvörðun mína. Stofan er alveg yndisleg, skemmtilegt starfsfólk, góð aðstaða (ævintýraland fyrir börn) og svo var ég rosalega ánægð með klippinguna. Alexander hafði líka gaman af þessu, sat alveg kjur í hermannajeppa stólnum sínum og á tímabili hélt ég að hann væri að sofna, held honum hafi fundist þetta svo þægilegt.
Núna eru bara nokkrir daga í að litli kúturinn okkar byrji á leikskóla. Aðlögunin byrjar 19.janúar
Leikskólinn sem hann fer á heitir Hlíð og er hér í mosó. Þetta er sami leikskóli og Lísa systir hans er á sem er auðvita frábært. Því ef ég þekki litlu dömuna á hún sko eftir að passa mjög vel upp á litla bróðir.

Jæja ég læt þetta duga í bili og er nú alveg ákveðin í því að vera duglegri að blogga um daginn og veginn hér inni
Vona bara að sem flestir kíki hingað inn og kvitti svo fyrir komuna



Skrifað af Ásdís
Eldra efni
- 2025
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2024
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2007
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2006
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2005
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
Um mig
Faðir:
Kári EmilssonMóðir:
Ásdís Jóna MarteinsdóttirUm:
Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.